Baldur hefur lokið námi í markþjálfun, stjórnenda- og viðskiptamarkþjálfun. frá Fowler International Academy of Professional Coaching.
Baldur er einnig að nema viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri.
Á vormánuðum ársins 2018 bætti Baldur við sig námskeiðum I, II og III í Emotionally Focused Therapy grunnnámskeiðið tók hann hér á landi en stig II og III tók hann á Ítalíu.
EFT-meðferðarnálgunin er gagnreynd meðferðartækni sem notuð er í samtalsmeðferð og þróuð af Dr. Susan M. Johnson sem er leiðandi í parameðferð. Rannsóknir hafa sýnt að árangur slíkrar meðferðar er allt að 75%.
Baldur er einnig starfandi Prestur/Pastor og hefur starfað sem slíkur í 10 ár. Hann hefur sótt fjöldan allan af námskeiðum í sálgæslu og haldið margar ráðstefnur og fyrirlestra um málefnið bæði hér á landi sem og erlendis, t.a.m., í Englandi, Írlandi, Frakklandi, Svíþjóð, Noregi, Canada og víða í Bandaríkjunum.
Baldur hefur því áralanga reynslu af því að vinna með fólki og fjölskyldum.
Sérstakar áherslur:
Einstaklings-og hjónaráðgjöf, hvatningarráðgjöf, sorg og áföll vegna vanrækslu, andlegs- og líkamlegs ofbeldis, auk vinnu með alkóhólistum, fíklum og aðstandendum þeirra. Hann leggur áherslu á samskipti og að læra að þekkja inn á tilfinningar sínar, greiða úr samskiptaörðuleikum og öðlast andlegt heilbrigði.
Fyrirtækjaráðgjöf:
Auka tilfinningagreind meðal starfsfólks, áföll innan fyrirtækja, uppsagnir, dauðsföll, ábyrgð yfirmanna og starfsmanna, að setja heilbrigð mörk milli fólks innan fyrirtækisins.